Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að sáttmáli ESB um grundvallarréttindi - 684 svör fundust
Niðurstöður

Eru Kínverjar að kaupa upp Evrópu?

Í stuttu máli er svarið nei. Beinar fjárfestingar kínverskra fyrirtækja, þar á meðal frá Hong Kong, í ríkjum Evrópusambandsins voru aðeins 5,23% af erlendum fjárfestingum innan sambandsins árið 2010. Þá er heildarvirði fjárfestinga (Foreign Direct Investment Stock) Kínverja í ESB-ríkjum aðeins 0,49% af heildarvirð...

Sambandsborgari

Orðið sambandsborgari (e. citizen of the Union) er notað um ríkisborgara aðildarríkja Evrópusambandsins. Sambandsborgararéttur kemur til viðbótar við ríkisborgararétt í aðildarríki; einstaklingar sem hafa ríkisfang í aðildarríki ESB eru því einnig sambandsborgarar. Samkvæmt 2. mgr. 20 gr. sáttmálans um starfsh...

Í hvað er útgjöldum ESB varið?

Stærstu útgjaldaliðir Evrópusambandsins eru landbúnaðarstefnan og byggðastefnan. Því næst kemur samstarf aðildarríkjanna á sviði rannsókna, menntunar, nýsköpunar, samgangna og orkumála, verkefni á alþjóðavettvangi, rekstur stofnana ESB, málefni innflytjenda og flóttamanna, löggæsla, ytri landamæraeftirlit og fleir...

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Evrópuvefnum í júní 2012?

Samkvæmt vefmælingu Modernus voru tíu vinsælustu svör júnímánaðar á Evrópuvefnum árið 2012 þessi hér: Hafa öll aðildarríki ESB kosið í lýðræðislegri kosningu um aðild að ESB? Hvaða aðildarríki ESB héldu þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort sækja ætti um aðild að ESB? Hvaða áhrif mundi innganga í Evrópusambandið haf...

Hvaða lög og reglur gilda um sjávarfallavirkjanir hjá Evrópusambandinu?

Samkvæmt upplýsingum frá stjórnarsviði orkumála hjá framkvæmdastjórninni hafa engar sérstakar reglur verið settar um sjávarfallavirkjanir í Evrópusambandinu. Sjávarfallaorka fellur þó undir skilgreiningu á endurnýjanlegum orkulindum samkvæmt tilskipun um að auka notkun orku frá endurnýjanlegum orkulindum (nr. ...

Hvaða áhrif hefur endurkjör Barack Obama Bandaríkjaforseta á Evrópusambandið?

Það fór varla framhjá neinum að Barack Obama, frambjóðandi demókrataflokksins, var endurkjörinn forseti Bandaríkjanna síðastliðinn þriðjudag, 6. nóvember. Í aðdraganda kosninganna hafði alþjóðleg könnun leitt í ljós að á heimsvísu hefði Obama hlotið yfirburðakosningu, eða 81% atkvæða gegn 19% atkvæða til stuðnings...

Eftirlitsmiðstöð Evrópu með lyfjum og lyfjafíkn

Eftirlitsmiðstöð Evrópu með lyfjum og lyfjafíkn (e. European Monitoring Centre for Drugs and Drug Addiction, EMCDDA) er sjálfstæð stofnun á vegum Evrópusambandsins. Hún var stofnuð árið 1993 og hefur aðsetur í Lissabon í Portúgal. Hlutverk stofnunarinnar er að veita stefnumótendum, sérfræðingum og rannsakendum fík...

Schengen-samstarfið

Schengen-samstarfið byggist á sáttmála sem tók gildi árið 1995 og er markmið þess tvíþætt. Annars vegar að tryggja frjálsa för einstaklinga um innri landamæri samstarfsríkjanna með afnámi vegabréfaskoðunar og hins vegar að styrkja baráttuna gegn alþjóðlegri afbrotastarfsemi með auknu eftirliti á ytri landamærum sv...

Er hægt að loka samningskafla í aðildarviðræðum við ESB án þess að umsóknarríki sé búið að uppfylla kröfur um upptöku regluverks og annað?

Í stuttu máli er svarið nei. Það er ekki hægt að loka samningskafla í aðildarviðræðum við ESB án þess að umsóknarríki sé búið að uppfylla kröfur um upptöku regluverks sambandsins og annað. Til grundvallar aðildarviðræðum við Evrópusambandið liggja réttarreglur sambandsins og að meginreglu þarf sérhvert umsóknarrík...

Utanríkisþjónusta ESB

Utanríkisþjónusta Evrópusambandsins (e. European External Action Service, EEAS) var stofnuð með gildistöku Lissabon-sáttmálans og tók formlega til starfa ári síðar, þann 1. desember 2010. Tilgangurinn með stofnun utanríkisþjónustunnar var að sameina undir einn hatt þau verkefni sem falla undir sameiginlega stefnu ...

Að hverju voru Króatar spurðir í þjóðaratkvæðagreiðslunni um aðild að ESB?

Króatar kusu um aðild að Evrópusambandinu þann 22. janúar 2012. Á kjörseðlinum stóð: „Ert þú hlynntur aðild lýðveldisins Króatíu að Evrópusambandinu? Með - Á móti“. Kosningaþátttaka var í kringum 43% og þar af voru 67% kjósenda samþykkir aðild. Stefnt er að formlegri inngöngu Króatíu í sambandið þann 1. júlí 2013,...

Hvernig beitir ESB sér gegn stríðsátökunum í Sýrlandi?

Evrópusambandið hefur opinberlega fordæmt stríðsátökin í Sýrlandi og beitt sér fyrir að friður komist á þar í landi. Um leið hefur sambandið stutt uppreisnarmenn í Sýrlandi og beitt ýmsum þvingunaraðgerðum gegn sýrlenskum stjórnvöldum. Þar má helst nefna vopnasölubann sem hefur mikið verið til umræðu innan samband...

Yrðu veiðar á lóu og spóa leyfðar hér á landi í kjölfar inngöngu í ESB?

Nei, veiðar á lóu og spóa yrðu ekki sjálfkrafa leyfðar þótt Ísland yrði aðili að ESB. Báðar tegundirnar eru á lista yfir þær tegundir sem aðildarríkjunum er heimilt að leyfa veiðar á og eru taldar upp í viðauka við svonefnda fuglatilskipun. Aðildarríkjunum er ætíð heimilt að kveða á um strangari verndarákvæði en t...

Er spilling landlæg í Brussel?

Ekki er hægt að gefa neitt einhlítt svar við því hvort spilling sé landlæg í Brussel. Spilling er hvarvetna til og á sér stað á landsvísu í Belgíu sem og í helstu stofnunum Evrópusambandsins, sem staðsettar eru í höfuðborg hennar. Niðurstöður kannana á viðhorfum almennings í Evrópu leiða í ljós að meirihluti svare...

Hver eru rökin fyrir því að hætta við aðildarumsóknina áður en við sjáum aðildarsamninginn?

Helstu rökin sem færð hafa verið fyrir því að aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið verði hætt eða þeim frestað eru þau að sambandið eigi við mikla erfiðleika að glíma og forsendur umsóknarinnar hafi því breyst. Viðræðurnar hafi tekið lengri tíma og kostað meira en upphaflega var áætlað og þær njóti lítils s...

Leita aftur: